Hefur ekki áhyggjur af íslensku bönkunum

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra viðskipta og menningar, segir baráttuna við verðbólgu vera að breytast mjög hratt. Hún segir hnattvæðingu í rénun, sem megi glögglega sjá á þróun efnahagsmála í dag.

Lilja var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu í morgun en ásamt henni voru þeir Gylfi Magnússon, prófessor við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Ásgeir Brynjar Torfason, lektor í viðskiptafræði, og Vilhjálmur Hilmarsson, hagfræðingur.

Regluverkið tekið í gegn í kjölfar hrunsins

Væringar á bankamarkaði beggja vegna Atlantshafs voru til umræðu en forsvarsmenn svissneska bankans Credit Suisse funda núna um framtíð bankans. Tveir bankar fóru nýlega í þrot í Bandaríkjunum en það voru Signature bank og Silicon Valley Bank.

Álitsgjafarnir voru sammála um að íslenska bankakerfið standi á traustum stoðum, löggjöfin hafi verið endurskoðuð í kjölfar bankahrunsins 2008.

Þá kom einnig fram að það væri nauðsynlegt að fylgjast náið þróun mála og útspili bandaríska seðlabankans. Það gildi líka um íslenska seðlabankann.

„Það þarf að vanda sig rosalega mikið. Við sjáum það hvað þetta er viðkvæmt,“ segir Lilja sem telur líklegt að kostnaður við fjármagn muni aukast tímabundið vegna óróleika á markaði.

Gylfi Magnússon prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Gylfi Magnússon prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. mbl.is/​Hari

Kerfið óstöðugt

Gylfi sagði þá að verðbólgutímabil eins og það sem nú stendur yfir hafi tilhneigingu til að jafna sig af sjálft. Hagkerfið kælist vegna hárra vaxta og verðlags. Hann sagði alþjóðlega fjármálakerfið þó fremur óstöðugt.

Því til stuðnings sagði hann þetta vera í fjórða sinn á öldinni sem alþjóðafjármálakerfið þurfi að leita á náðir hins opinbera, fyrst með internetbólunni í upphafi aldar, síðan í efnahagshruninu 2008, næst í heimsfaraldri Covid-19 og núna á þessum óróleikatíma.

„Kerfi sem þarf að hlaupa undir þennan pilsfald um leið og það er einhver óróleiki það er augljóslega ekki nógu stöðugt,“ bætti Gylfi við.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK