Hagar kaupa Dista

Finnur Oddsson, forstjóri Haga.
Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Ljósmynd/Aðsend

Hagar og eigendur heildverslunarinnar Dista hafa náð samkomulagi um kaup Haga á öllu hlutafé Dista. Kaupin eru gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Heildverslunin, sem selur áfengar og óáfengar drykkjavörur, var stofnuð árið 2000. Dista er m.a. samstarfsaðili drykkjavöruframleiðenda á borð við Royal Unibrew, sem framleiðir m.a. bjórana Faxe, Royal og Slots. 

„Það er okkur mikið ánægjuefni að ná samkomulagi við eigendur Dista um kaup á félaginu. Vöruúrval Dista fellur vel að starfsemi Vínfanga, sem hefur um árabil verið innflutnings- og söluaðili fyrir fjölbreytt úrval léttvína frá helstu vínræktarsvæðum heims. Að auki verður ánægjulegt að geta boðið viðskiptavinum verslana Haga upp á ávaxtasafa og aðra óáfenga drykki frá samstarfsaðilum Dista, sem eru meðal þeirra fremstu í Evrópu,“ er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK