Björk hefði gert íslenska hönnun heimsfræga

Hjalti Karlsson eigandi og hönnuður hjá Karlsonwilker.
Hjalti Karlsson eigandi og hönnuður hjá Karlsonwilker.

Hjalti Karlsson, eigandi og hönnuður hjá Karlsonwilker í New York, segir að ef heimsfrægur íslenskur aðili eins og til dæmis Björk hefði unnið með íslenskum hönnuðum hefði það lyft geiranum á annað plan. „Ef hún hefði öll sín ár unnið með íslenskum grafískum hönnuðum þá væri grafísk hönnun á Íslandi heimsfræg. Fyrirtæki myndu flykkjast til Íslands til að vinna með íslenskum hönnuðum. Ég er alls ekki að segja að hún hefði átt að gera það, en það er forvitnilegt að spá í hvernig það hefði til dæmis haft áhrif á bransann.“

Hjalti er gestadómari á auglýsingaverðlaununum Lúðrinum í ár. Verðlaunin verða afhent 24. mars nk.

Á heimsmælikvarða

Hjalti segir í samtali við ViðskiptaMoggann að íslensk hönnun sé á heimsmælikvarða. Dauðafæri sé fyrir Ísland að gera sig gildandi sem hönnunarland.

 „Ég spyr mig af hverju Ísland getur ekki orðið miðpunktur fyrir hönnun og auglýsingagerð líkt og til dæmis Svíþjóð hefur gert. Við eigum auglýsingaleikstjóra, auglýsingastofur og hönnuði í fremstu röð,“ segir Hjalti.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK