Tryggvi Þór fer í nýtt starf hjá Qair Group

Tryggvi Þór Herbertsson.
Tryggvi Þór Herbertsson. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggvi Þór Herbertsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri vetnisþróunarviðskipta hjá franska orkufyrirtækinu Qair Group. Félagið er með starfsemi í yfir 20 löndum í Evrópu, Afríku, Suðaustur-Asíu og Suður-Ameríku og mun Tryggvi Þór leiða starfsemi félagsins í þróun vetnis.

Hann hefur frá 2018 verið stjórnarformaður dótturfélags samstæðunnar á Íslandi, Qair Iceland. Í ViðskiptaMogganum í vikunni var greint frá því að félagið væri að hefja uppbyggingu vindorkuvers á Sólheimum á Laxárdalsheiði og undirbúning vetnisvinnslu á Grundartanga.

Tryggvi Þór sat á Alþingi á árunum 2009-2013, var forstjóri Askar Capital 2006-2009 og þar áður forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og prófessor í hagfræði við sama skóla og loks prófessor við Háskóla Reykjavíkur frá 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK