Svara ekki til um fjármögnun Ljósleiðarans

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans. Ljósmynd/Aðsend

Ekki fást skýr svör um það hvernig Ljósleiðarinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur (OR), muni fjármagna kaupin á stofnneti Sýnar í næstu viku. Ljósleiðarinn tilkynnti í byrjun september samkomulag um kaup á stofnnetinu fyrir um þrjá milljarða króna. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá er stefnt að því að klára viðskiptin á fimmtudag í næstu viku, 15. desember. Í lok júní var tilkynnt að Ljósleiðarinn myndi leigja tvo þræði af svonefndum NATO-fjarskiptastreng. Samhliða því var tilkynnt að stjórn Ljósleiðarans hefði falið framkvæmdastjóra félagsins að undirbúa aukningu hlutafjár.

ViðskiptaMogginn hefur kallað eftir upplýsingum um það hversu mikið fjármagn þarf að koma til með hlutafjáraukningu félagsins en við því fást engin svör. Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri Ljósleiðarans segir þó í skriflegu svari að enn sé stefnt að því að klára kaupin í tíma.

Ljóst er að hlutafé Ljósleiðarans verður ekki aukið með þátttöku utanaðkomandi aðila nema með samþykki borgarstjórnar, sem enn liggur ekki fyrir. Aðspurður hvort hann líti svo á að Ljósleiðarinn hafi stuðning borgarfulltrúa segir Erling Freyr lutverk borgarfulltrúa að svara fyrir það.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum í vikunni.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK