Alvotech komið á aðalmarkaðinn

Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri.
Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlutabréf í líftæknifyrirtækinu Alvotech verða í dag tekin til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq.

Hlutabréfin í félaginu voru tekin til viðskipta á Nas­daq First North vaxta­markaðnum 23. júní á þessu ári en viku áður höfðu þau verið skráð í bandarísku Nasdaq kauphöllina í New York. Varð Alvotech þar með fyrsta íslenska fyrirtækið sem er skráð á markað bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech segir flutningur frá Nasdaq First North vaxtarmarkaðnum yfir á aðalmarkaðinn er mikilvægt skref fyrir fyrirtækið.

„Skráning á Aðalmarkaðinn gerir okkur betur kleift að laða að breiðari hóp fjárfesta, bæði hérlendis og erlendis. Við höfum fjárfest fyrir meira en 150 milljarða króna undanfarin áratug í fullkominni aðstöðu til þróunar og framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða og framundan er markaðsetning lyfja á fjölmörgum alþjóðlegum mörkuðum. Með þessu skrefi styðjum við áframhaldandi vöxt fyrirtækisins,“ er haft eftir Róberti í tilkynningu.

„Við erum stolt af því að bjóða Alvotech velkomið á Aðalmarkað Nasdaq Iceland,“ er haft eftir Magnúsi Harðarsyni, forseta Nasdaq Iceland í tilkynningu. „Flutningurinn hjálpar Alvotech að skapa aukin verðmæti fyrir núverandi hluthafa sína og að auki bjóða fleiri nýja velkomna í hópinn fram veginn. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs með þeim og að styðja við þau á Aðalmarkaðnum með auknum sýnileika og aðgengi að fjárfestum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK