Tap í félagi Vilhjálms

Vilhjálmur Þorsteinsson.
Vilhjálmur Þorsteinsson.

Tap Miðeindar ehf. nam í fyrra um 66,8 milljónum króna, en félagið tapaði um 33,7 milljónum króna árið áður. Miðeind er í eigu Meson Holding SA, sem skráð er í Lúxemborg, og er í eigu Vilhjálms Þorsteinssonar, athafnamanns og fv. gjaldkera Samfylkingarinnar.

Tekjur félagsins í fyrra námu tæpum 125 milljónum króna og jukust um 40 milljónir króna á milli ára. Eigið fé félagsins var í lok síðasta árs um 433 milljónir króna. Fram kemur í ársreikningi að Miðeind skuldar móðurfélagi sínu um 123 milljónir króna.

Nokkuð var fjallað um félagið eftir birtingu svonefndra Panamaskjala og sagði Vilhjálmur í kjölfarið af sér sem gjaldkeri Samfylkingarinnar. Félagið á meðal annars hlut í vefsíðunni Kjarnanum, í Solid Clouds, Köru Connect og Spectaflow. Samkvæmt ársreikningi þess var fjöldi ársverka alls 11.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK