Sölvi Rúnar nýr markaðsstjóri Justikal

Sölvi Rúnar Pétursson er nýr markaðsstjóri Justikal.
Sölvi Rúnar Pétursson er nýr markaðsstjóri Justikal. Ljósmynd/Aðsend

Sölvi Rúnar Pétursson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Justikal og mun stýra markaðsstarfi félagsins á innlendum og erlendum mörkuðum.

Sölvi hefur víðtæka reynslu og starfaði hjá auglýsingastofunni ENNEMM og þar áður fyrir DigitasLBi Nordics, Evendo og Lessor A/S í Kaupmannahöfn.

Fram kemur í tilkynningu að hann hafi lokið MS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og námi í stafrænni markaðssetningu frá Duke-háskólanum í Bandaríkjunum. 

„Það er mikill fengur að fá Sölva til liðs við okkur og styrkja liðsheildina enn frekar. Framundan eru auknar áskoranir og áframhaldandi vöxtur félagsins bæði hér heima sem og erlendis,“ er haft eftir Margréti Önnu Einarsdóttur, framkvæmdastjóri Justikal, í tilkynnigu en félagið hefur þróað stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift að meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt.

Í haust tryggði Justikal sér fjármögnun frá Eyri Vexti til að sækja á erlenda markaði með hugbúnaðarlausn sína. Hugbúnaðarlausn félagsins getur auðveldað störf allra aðila sem koma að dómsmálum og getur þannig stuðlað að meiri afkastagetu í réttarkerfinu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK