Birkir og Guðjón ráðnir til Símans

Birkir Ágústsson og Guðjón A. Guðmundsson hafa verið ráðnir til …
Birkir Ágústsson og Guðjón A. Guðmundsson hafa verið ráðnir til Símans. Samsett mynd

Birkir Ágústsson og Guðjón A. Guðmundsson hafa verið ráðnir til Símans og eru þegar teknir til starfa hjá fyrirtækinu. Birkir sem nýr dagskrárstjóri innlendrar dagskrárgerðar og Guðjón sem birtingarstjóri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.

Birkir kemur til Símans frá Storytel þar sem hann starfaði sem markaðsstjóri og kom að vexti hljóðbókaveitunnar á Íslandi. Áður stýrði Birkir markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Þar áður starfaði Birkir einnig hjá 365 miðlum og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.  

Birkir er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands. Hann hefur grunn í markaðs- og kynningarmálum og hefur unnið með stærstu sjónvarpsbirgjum í heimi, þar á meðal HBO, Walt Disney, Showtime og English Premier League.  

Sem birtingarstjóri kemur Guðjón til með að stýra öllum birtingum Símans á innri og ytri miðlum ásamt því að taka þátt í þróun auglýsinga- og tæknilausna Símans.

Hann kemur til Símans frá Datera þar sem hann starfaði sem birtingarstjóri en áður gegndi hann stöðu framkvæmdastjóra hjá VERT markaðsstofu. Guðjón er með M.Sc. í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK