Vilja greiða 31,5 milljarða króna til hluthafa Símans

Síminn gerir ráð fyrir hærri hagnaði í ár en áður …
Síminn gerir ráð fyrir hærri hagnaði í ár en áður var spáð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Símans mun leggja það til á hluthafafundi í lok október að hluthöfum verði greiddur út arður að upphæð 31,5 milljarðar króna með lækkun hlutafjár. Þetta kemur til þar sem sölu félagsins á dótturfélaginu Mílu er nú gengin í gegn.

Eins og áður hefur verið greint frá skrifuðu Síminn og franski fjárfestingasjóðurinn Ardian undir samkomulag þann 15. september sl. um kaup Ardians á Mílu, dótturfélagi Símans, eftir að Samkeppniseftirlitið hafði samþykkt kaupin.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag kemur fram að Síminn hafi nú fengið greitt að fullu fyrir Mílu, annars vegar 32,7 milljarða króna í reiðufé og hins vegar 17,5 milljarða króna í formi skuldabréfs til þriggja ára. Skuldabréfið ber 4% vexti og er framseljanlegt.

Áætlaður söluhagnaður Símans af viðskiptunum er 37,8 milljarðar króna að teknu tilliti til alls kostnaðar vegna viðskiptanna og uppfærðrar áætlunar um veltufjármuni og skuldir Mílu.

Afkomuspá uppfærð

Síminn hefur í kjölfar sölunnar uppfært afkomuspá sína fyrir árið 2022, og gerir nú ráð fyrir að EBIDTA hagnaður félagsins verði á bilinu 5,8 – 6,1 milljarðar króna, en fyrri spá gerði ráð fyrir 5,3 – 5,6 milljarða króna hagnaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK