Hugarafl flytur í nýtt húsnæði

Málfríður Hrund Einarsdóttir, Eliza Reid, Willum Þór Þórsson, Alma Möller …
Málfríður Hrund Einarsdóttir, Eliza Reid, Willum Þór Þórsson, Alma Möller og Auður Axelsdóttir við opnunina á nýja húsnæði Hugarafls í gær. Ljósmynd/Aðsend

Hugarafl, grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir, hefur flutt í nýtt húsnæði í Síðumúla 6.

Þetta kemur fram í tilkynningu. Nýja húsnæðið er rúmir 700 fermetrar, en opnunarhátíð var haldin þar í gær þar sem Eliza Reed, forsetafrú, og Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, voru viðstödd.

Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003. Um er að ræða opið úrræði fyrir fólk með andlegar áskoranir sem stendur til boða endurhæfing.

Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir 18 ára og eldri og er starfsemin gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar.

Margt í farvatninu

Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, segir margt í farvatninu, meðal annars í sambandi við fjölbreyttari sjálfhjálparhópa.

„Við leggjum mikla áherslu á jóga og listsköpun, þar með talið tónlist, myndlist og fleira í starfinu, og má segja að umgjörðinni í kringum það sé gerð sérlega góð skil. Það má segja að hugmyndafræði okkar sem er valdefling og bati sé í hávegum höfð í öllu sem kemur að okkar starfi," er haft eftir Málfríði í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK