Beint: Atvinnulífið í aðdraganda kjaraviðræðna

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Ársfundur atvinnulífsins fer fram í dag kl 15:00, en yfirskrift fundarins í ár er Fyrirtækin okkar í aðdraganda kjaraviðræðna. Meðal þeirra sem taka til máls eru Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Ole Erik Almlid, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Noregi (NHO) sem gefur okkur innsýn í kjarasamningslíkan Norðmanna.

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan, en áætlað er að heildardagskráin verði um 60 mínútur.

Auk Katrínar og Almlid munu Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA vera með erindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK