Bergsteinn og Sara til Landsbankans

Sara Pálsdóttir og Bergsteinn Ó. Einarsson.
Sara Pálsdóttir og Bergsteinn Ó. Einarsson. Samsett mynd

Bergsteinn Ó. Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum og Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfélags, sem er nýtt svið hjá bankanum, en undir það heyra mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, samfélagsábyrgð og Hagfræðideild.

Sara Pálsdóttir er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum á Bifröst og með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði, með áherslu á markaðsmál og ferðaþjónustu, frá Háskólanum á Akureyri. Sara hefur starfað hjá Eimskip frá árinu 2011, síðast sem forstöðumaður innflutningsdeildar. Áður vann hún m.a. hjá Reckitt Benckiser Healthcare í Bretlandi þar sem hún var sérfræðingur í markaðsgreiningu og hún vann hjá Landsbankanum, að hluta til með námi, á árunum 2004-2008, að því er bankinn segir í tilkynningu. 

Bergsteinn er með B.Sc.-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands og hefur 15 ára starfsreynslu við áhættustýringu. Hann hefur verið forstöðumaður hjá bankanum frá árinu 2012, verið staðgengill framkvæmdastjóra Áhættustýringar undanfarin ár og hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra frá því í vor. Bergsteinn hóf störf sem sérfræðingur í áhættustýringu hjá Landsbankanum árið 2008 og hafði áður starfað við áhættustýringu hjá Kaupþingi á árunum 2005 til 2006, segir bankinn ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK