Heildarfjöldi starfa í bönkum breytist lítið

Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 24 í september.
Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 24 í september. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er fyrsta höggið frá því í maí,“ segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja, um uppsagnir hjá Íslandsbanka.

Tilefnið er að starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 24 í september og var rétt um helmingurinn beinar uppsagnir, að því er haft var eftir Birni Berg Gunnarssyni, starfandi samskiptastjóra bankans, á mbl.is.

Þá kemur fram í fréttinni að ríflega 700 manns starfi nú hjá bankanum en að sögn Friðberts voru þeir flestir árið 2007, eða um 1.150.

Áfram í kringum 2.500

Friðbert segir þessar uppsagnir hafa lítil áhrif á heildarfjölda starfa í viðskiptabönkunum og sparisjóðunum en þar starfi nú um 2.500 manns (sjá graf). Hann áréttar að félagsmenn SSF sem starfi hjá Seðlabanka, RB, Valitor, Borgun og öðrum fjármálafyrirtækjum komi til viðbótar þessum fjölda. Varðandi kaup Rapyd á Valitor hafi SSF verið tjáð að starfsfólkið verði áfram innan vébanda SSF. Því megi gera ráð fyrir að félagsmenn hjá SSF verði áfram samtals um 3.700 talsins.

Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja.
Friðbert Traustason framkvæmdastjóri Samtaka starfsfólks fjármálafyrirtækja. Ljósmynd/SSF

Til að setja þá tölu í samhengi voru félagsmenn SSF samtals um 3.400 árið 1994, 5.500 árið 2008 og 4.400 árið 2014. Þeim hefur síðan fækkað í 3.700.„„

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK