1,4 milljarða þrot í níu ára gömlu gjaldþrotamáli

Ein af stærri eignum Landic property var Magasin í Kaupmannahöfn.
Ein af stærri eignum Landic property var Magasin í Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gjaldþrot eignarhaldsfélagsins Hjáleigu ehf. nam samtals tæplega 1,4 milljörðum, en engar eignir fundust upp í lýstar kröfur í félagið. Eina eign þess var hlutur í Landic property sem úrskurðað var gjaldþrota árið 2010. Eini eigandi Hjáleigu var Skarphéðinn Berg Steinarsson, en hann er í dag ferðamálastjóri.

Greint er frá skiptalokum félagsins í Lögbirtingablaðinu, en athygli vekur að fram kemur í auglýsingunni að skiptum hafi lokið í nóvember 2012, tveimur mánuðum eftir að héraðsdómur úrskurðaði um gjaldþrotið. Skiptastjóri búsins, Gylfi Jens Gylfason, segir í samtali við mbl.is að svo virðist sem það hafi farist að senda auglýsinguna til Lögbirtingablaðsins á sínum tíma. Þegar það uppgötvaðist nýlega hafi strax verið brugðist við því og það skýri þessa seinkunn.

Átti mestalla Kringluna

Landic property var eignarhaldsfélag sem varð til við samruna fasteignafélaganna Stoða, Atlas Ejendomme og Keops í október 2007. Þá voru heildareignir félagsins metnar á 376 milljarða íslenskra króna.

Landic átti um hríð geysimiklar eignir erlendis, en einnig mestalla Kringluna. Í Kaupmannahöfn átti félagið meðal annars stórverslanirnar Magasin og Illum. Eftir fjármálahrunið seldi félagið helstu eignir sínar, en það var svo úrskurðað gjaldþrota árið 2010. Lýstar kröfur í þrotabúið námu 315 milljörðum króna.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri var eini eigandi Hjáleigu ehf.
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri var eini eigandi Hjáleigu ehf. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK