„Mikill skóli í mennsku“

Jakob E. Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar við Lækjargötu, segir síðustu 15 mánuði hafa verið lærdómsríka. Tímabilið hafi verið mikill skóli í „mennsku“ eins og hann orðar það.

Lýsir hann t.d. þeirri miklu aðlögunarhæfni sem veitingamenn hafi þurft að sýna eftir því sem sóttvarnaaðgerðum hefur undið fram síðustu misserin. Fram til 10. desember hafi veitingastaðurinn haft 400-500 borðapantanir á degi hverjum fram að jólum.

Þegar í ljós hafi komið að ekki yrði slakað á sóttvarnaaðgerðum hafi staðurinn þurft að afbóka viðskiptavini sína, sem sé þungbært. Viðbrögð fólks hafi hins vegar verið aðdáunarverð og m.a. byggt undir enn frekari heimsendingu á veitingum en verið hafi fram til þessa.

Jakob er gestur í Dagmálum, sem aðgengileg eru á mbl.is. Hann ræðir þar um faraldurinn og veitingamarkaðinn en Jakob hefur frá árinu 2018 setið í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar.

Þáttinn má í heild sinni sjá hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK