Lækkunin mest í ferðaþjónustugreinum

Ferðamenn við Strokk.
Ferðamenn við Strokk. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launasumma, staðgreiðsluskyld laun allra á vinnumarkaði, hækkaði um 5,8% milli fjögurra fyrstu mánaða 2020 og 2021. Launavísitala hækkaði um 9,7% á sama tíma þannig að heildarlaunatekjur landsmanna hækkuðu minna en föst mánaðarlaun. 

Fram kemur í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans að vísitala neysluverðs hækkaði um 4,3% á sama tímabili þannig að launasumma hefur hækkað um 1,4% að raungildi. 

Launasumma í einkennandi greinum ferðaþjónustu lækkaði um tæp 38% á milli ára. Aftur á móti var 15% og 13% aukning launasummu milli ára í sjávarútvegi og opinberri stjórnsýslu. Fyrir utan ferðaþjónustuna lækkar launasumman einungis í fjármála- og vátryggingarstarfsemi. 

Launafólki sem fékk staðgreiðsluskyldar greiðslur fyrstu fjóra mánuði 2021 fækkaði um 5,6% frá sama tíma 2020. Launasumman hækkaði um 5,8% á nafnverði á sama tíma. Samkvæmt Hagsjá bendir þetta til þess að tekjulægra fólk hafi í meira mæli horfið af vinnumarkaði en það sem hafði hærri tekjur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK