Norðmenn kaupa Nóa-Síríus að fullu

Finnur Geirsson hefur verið forstjóri Nóa Síríus hf. í 31 …
Finnur Geirsson hefur verið forstjóri Nóa Síríus hf. í 31 ár en nú hefur hann ákveðið að láta af störfum. mbl.isÁrni Sæberg

Orkla ASA hefur keypt allt hlutafé í Nóa-Síríusi hf. Orkla keypti 20% hlut í fyrirtækinu árið 2019 og í samkomulagi þar um var opnað fyrir þann möguleika að fyrirtækið myndi kaupa sælgætisframleiðandann íslenska að fullu.

Í tengslum við þessi viðskipti hefur Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Síríusar, ákveðið að láta af störfum eftir 31 ár í stóli forstjóra. Finnur mun þó samkvæmt tilkynningu halda áfram sem forstjóri félagsins til 1. ágúst þegar Lasse Ruud-Hansen tekur við stöðunni en hann hefur víðtæka reynslu innan matvælaiðnaðarins og hefur gegnt trúnaðarstörfum á vettvangi Orkla.

Fjármálaráðgjöf Deloitte hafði umsjón með söluferlinu og var ráðgefandi seljanda í því. Kaupin eru sögð háð samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Orkla ASA kom inn í hluthafahóp Nóa Síríus árið 2019.
Orkla ASA kom inn í hluthafahóp Nóa Síríus árið 2019. mbl.is/Árni Sæberg

„Á þessum tímamótum er ég sérstaklega  stoltur af því að hafa, ásamt framúrskarandi samstarfsfólki, byggt upp þetta frábæra fyrirtæki og vörumerki sem Nói-Síríus er. Þegar eitt stærsta fyrirtæki Norðurlandanna á þessu sviði sýnir fyrirtækinu jafn mikinn áhuga og raun ber vitni, fyrst sem minnihluthafi og í kjölfarið með núverandi samkomulagi, er það skýr vitnisburður um einstakan árangur. Við erum jafnframt ánægð með kaupandann, sem er öflugur aðili með víðtæka þekkingu á starfsemi af þessu tagi, og teljum við að Nói-Síríus verði í góðum höndum með Orkla. Fyrir þeim vakir að hlúa að okkar ágætu vörumerkjum sem hafa unnið sér hylli á löngum ferli fyrirtækisins,“ segir Finnur í tilkynningu.

Orkla er leiðandi fyrirtæki á neytendavörumarkaði á Norðurlöndum, í Eystrasaltsríkjunum og á völdum mörkuðum í Mið-Evrópu og á Indlandi. Orkla er skráð á hlutabréfamarkað í Noregi og var velta þess árið 2020 um 47 milljarðar norskra króna. Starfsmenn félagsins eru 21 þúsund talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK