Fjögur ný hjá Kviku

Kvika eignastýring hefur ráðið til sín fjóra nýja starfsmenn og hafa þrír þeirra þegar hafið störf en sá fjórði kemur til starfa síðar í maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Andri Stefan Guðrúnarson
Andri Stefan Guðrúnarson Ljósmynd/Aðsend

Andri Stefan Guðrúnarson hefur verið ráðinn sérfræðingur innan Kviku eignastýringar. Í upphafi mun hann starfa innan fjármála- og rekstrarsviðs félagsins en síðar flytjast yfir á sjóðastýringarsvið. Andri hefur áður starfað sem sérfræðingur og sjóðstjóri innan eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka.

Andri er með BSc gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og MS gráðu í viðskiptafræði. Andri hefur auk þess lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. 

Helen Ólafsdóttir.
Helen Ólafsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Helen Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem sérfræðingur á sjóðastýringarsviði og mun koma að rekstri kredit sjóða í rekstri félagsins. Helen hefur starfað frá 2009 hjá Arion banka og Stefni, síðast sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði.

Helen er viðskiptafræðingur með MSc gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Pétur Richter.
Pétur Richter. Ljósmynd/Aðsend

Pétur Richter hefur verið ráðinn sem fjárfestingarstjóri á framtakssjóðasviði. Hann mun koma að fjárfestingum fyrir Iðunni slhf., nýstofnuðum framtakssjóði á sviði lífvísinda og heilsutækni. Pétur hefur undanfarið unnið sem fyrirtækjaráðgjafi innan Deloitte. Áður starfaði Pétur hjá Arion banka og forverum hans í fyrirtækjaráðgjöf, fyrirtækjalausnum og markaðsviðskiptum.

Pétur er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og MBA frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Sigurður Pétur Magnússon.
Sigurður Pétur Magnússon. Ljósmynd/Aðsend

Sigurður Pétur Magnússon hefur verið ráðinn sem áhættustjóri félagsins. Sigurður hefur starfað sem sérfræðingur í áhættustýringu Arion banka frá 2015 og verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík frá 2016 og m.a. kennt áfanga í áhættustýringu við verkfræðideild skólans.

Sigurður er með BS gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og PhD gráðu í  umhverfis- og byggingarverkfræði frá Massachusetts Institute of Technology (MIT). Við MIT starfaði Sigurður einnig við ýmsar rannsóknir á sviði reiknilegrar straumfræði.

Andri, Helen og Pétur hafa hafið störf en Sigurður hefur störf í síðari hluta maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK