Efling tapaði 48 milljónum

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður verkalýðsfélagsins Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Eggert Jóhannesson

Tap af rekstri stéttarfélagsins Eflingar var rúmar 48 milljónir króna í fyrra sem er umtalsvert verri niðurstaða en árið á undan þegar tekjur umfram gjöld voru tæpar 540 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi félagsins sem nálgast má á heimasíðu Eflingar.

Hækkun útgjalda

Ástæða þessarar niðurstöðu er meðal annars mikil hækkun útgjalda og munar þar mest um að bætur og styrkir eru um 340 milljónum króna hærri á síðasta ári en árið á undan. Þá vex launakostnaður um nærri eitt hundrað milljónir króna á milli ára, og var 675 milljónir króna í fyrra.

Fimmtíu og fimm unnu hjá félaginu árið 2020 en fimmtíu manns störfuðu þar árið á undan.

Samdráttur í iðgjöldum á milli ára hefur einnig áhrif á ársniðurstöðuna hjá félaginu en árið 2020 voru iðgjöldin 2.151 milljón króna en árið á undan voru þau 2.305 milljónir króna. Það er sjö prósenta samdráttur á milli ára.

Samtals dragast rekstrartekjur félagsins saman um meira en 130 milljónir króna á milli áranna 2020 og 2019.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK