Bréf Norwegian lækka mikið

Norwegian Air sést hér á leið til lendingar á Arlanda-flugvelli …
Norwegian Air sést hér á leið til lendingar á Arlanda-flugvelli í Stokkhólmi. AFP

Hlutabréf í Norwegian Air hafa hrunið í viðskiptum í Kauphöllinni í Noregi nú í byrjun dags. Kemur lækkunin í kjölfar þess að félagið tilkynnti um tap upp á 1,2 milljarða norskra króna, eða sem nemur um 18,5 milljörðum íslenskra króna. Þá stefnir félagið á að safna sex milljörðum norskra króna í nýtt hlutafé á næstunni, eða sem nemur 94 milljörðum íslenskra króna.

Félagið tilkynnti jafnframt að það myndi loka þremur starfsstöðvum sínum á Spáni og segja þar upp 1.200 manns og að viðskiptalíkan félagsins myndi nú horfa frekar til innanlandsmarkaðarins í Noregi, valinna leiða milli Norðurlandanna og ákveðinna leiða í Evrópu sem skila miklum hagnaði.

Gengi félagsins var við lokun í gær 55,65 krónur á hlut, en við opnun í morgun voru fyrstu viðskipti á genginu 31,58. Gengið sveiflaðist nokkuð upp áður en það lækkaði aftur og stendur nú í rúmlega 40 norskum krónum á hlut.

Hlutabréfaverð félagsins hefur lækkað gríðarlega frá því kórónuveirufaraldurinn hófst, en þá stóðu bréf félagsins í um 4.000 norskum krónum á hlut. Áður hafði gengi félagsins lækkað mikið árin 2018 og 2019, en í apríl 2018 stóðu bréf félagsins í um 17.000 norskum krónum á hlut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK