Verðmætara en dróninn

Dróni frá Airstock.is býr sig undir að mynda eldsumbrotin.
Dróni frá Airstock.is býr sig undir að mynda eldsumbrotin. Þóroddur Bjarnason

Drónamyndatökur hafa verið í sviðsljósinu síðan gos hófst í Geldingadölum 16. mars sl.

Fyrirtækið Airstock á Íslandi hefur verið atkvæðamikið í slíkum myndatökum og hafa stofnendur þess, bræðurnir Garðar Ólafsson og Óli Haukur Mýrdal, farið ítrekað á gosstöðvarnar til að taka upp myndskeið. Þau eru svo færð inn í myndabankann Airstock.is þar sem seldur er aðgangur að efninu. Kaupendur eru m.a. erlendir fjölmiðlar og auglýsingastofur.

Garðar og Óli segja í samtali við ViðskiptaMoggann að hugmyndin að myndabankanum hafi kviknað árið 2015 þegar fyrirtæki fóru að hafa samband og óskuðu eftir efni til kaups. Nafn fyrirtækisins er dregið af þeirri sérhæfingu félagsins að mynda úr lofti.

Garðar Ólafsson.
Garðar Ólafsson. Þóroddur Bjarnason

„Við fórum af stað með myndabankann í febrúar í fyrra og starfsemin hefur verið stigvaxandi síðan þá. Það er alltaf að bætast í bankann og viðskiptavinum fjölgar. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt ferli,“ segir Garðar.

Spurður hvernig hafi verið að byrja með myndabankann í upphafi kórónuveirufaraldursins segir Garðar að þeir hafi í raun notið góðs af ástandinu. Erlend tökulið hafi átt erfiðara með að koma til landsins vegna veirunnar og hafi því leitað til fyrirtækisins. Hann segir að fjölmörg sérverkefni fyrir erlenda aðila hafi einnig orðið til í gegnum Airstock.

Mynd tekin með dróna Airstock á Íslandi síðastliðinn sunnudag.
Mynd tekin með dróna Airstock á Íslandi síðastliðinn sunnudag.

Drónarnir sem fyrirtækið hefur yfir að ráða eru af öllum stærðum og gerðum og með mismikla drægni. Sumum er hægt að fljúga allt að fimm kílómetra leið. „Við höfum getað farið mjög nálægt gígunum með þá dróna og látið þá fljúga nánast ofan í gígana.“

Mörg slík myndbrot má sjá á AirStock.is.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK