AstraZeneca selur hlut sinn í Moderna

AstraZeneca hefur selt hlut sinn í Moderna.
AstraZeneca hefur selt hlut sinn í Moderna. AFP

AstraZeneca hefur selt hlut sinn í bandaríska lyfjaframleiðandanum Moderna. Salan hleypur á ríflega einum milljarði bandaríkjadala, en eignarhlutur fyrrnefnda fyrirtækisins var um 7,7%. The Times greinir frá. 

Gengi hlutabréfa Moderna hefur hækkað verulega í kjölfar hraðrar þróunar á bóluefni við kórónuveirunni. Bæði fyrirtækin hafa raunar framleitt slíkt bóluefni og eru þau komin í dreifingu í Evrópu og Bandaríkjunum. 

Óljóst er hvers vegna AstraZeneca ákvað að losa um eignarhlutinn í Moderna en hvorugt fyrirtækjanna hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þá hafa þau ekki brugðist við fyrirspurnum fjölmiðla. 

Þrátt fyrir söluna munu fyrirtækin halda áfram að vinna að sameiginlegri þróun lyfja við öðrum sjúkdómum. Þá hafa forsvarsmenn fyrirtækjanna sagt koma til greina að selja bóluefni við kórónuveiru í lausasölu síðar meir, fari svo að faraldurinn taki ekki enda. Nú þegar hefur Moderna selt bóluefni við veirunni fyrir 18,4 milljarða bandaríkjadala. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK