Grindr braut lög og þarf að greiða háa sekt

Grindr er vinsæl stefnumótasíða fyrir samkynhneigða.
Grindr er vinsæl stefnumótasíða fyrir samkynhneigða.

Stefnumótaforritið Grindr á yfir höfði sér allt að 100 milljóna norskra króna, sem svarar til 1,5 milljarða íslenskra króna, sekt í Noregi fyrir að hafa með ólöglegum hætti deilt upplýsingum um notendur til þriðja aðila. Þetta kemur fram í ákvörðun Persónuverndar, Datatilsynet, sem birt var í dag. 

Grindr, sem segist vera stærsti samfélagsmiðill heims fyrir LGBT-fólk, er sakað um að hafa deilt upplýsingum um notendur í markaðslegum tilgangi. Það er að dreifa persónulegum upplýsingum til þriðja aðila sem notfærði sér þær síðan við markaðssetningu. 

Framkvæmdastjóri Persónuverndar, Bjørn Erik Thon, segir að bráðabirgðarannsókn sýni að um ítrekuð brot er að ræða. Um sé að ræða brot á persónuverndarlögum Evrópusambandsins sem kynnt voru í maí 2018. Því hafi verið ákveðið að sekta Grindr um sem nemur 10% af tekjum snjallforritsins. Það eru 10 milljónir bandaríkjadala og er þetta hæsta sekt sem norska stofnunin hefur lagt á fyrirtæki eða einstakling. Grindr þarf að ákveða fyrir 15. febrúar hvort ákvörðuninni verður áfrýjað. 

Neytendastofa Noregs fagnar niðurstöðunni en hún hefur lagt fram formlega kvörtun vegna starfsemi Grindr. 

Brotin voru framin fyrir apríl 2020 en þá breytti Grindr notendaskilyrðum forritsins. 

Frétt NRK

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK