Sylvía fer úr stjórn Símans

Sylvía Kristín Ólafsdóttir.
Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Sylvía Kristín Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Símanum, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hún óski eftir að fara úr stjórninni vegna breytinga á starfsvettvangi. Sylvía hefur verið í stjórn Símans síðan í mars 2018.

Sylvía hóf nýlega störf sem fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar og markaðsmá­la hjá Origo og tók um leið sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Áður hafði Sylvía verið for­stöðumaður leiðakerf­is­ hjá Icelandair og áður deildarstjóri jarðvarmadeildar á orkusviði. Þá hefur Sylvía einnig starfað fyrir Amazon í Evrópu.

Sylvía er með M.Sc.-próf í Operati­onal Rese­arch frá London School of Economics og B.Sc.-próf í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Íslands. Hún hef­ur sinnt stunda­kennslu við verk­fræðideild HÍ í rekstr­ar­fræði, kvik­um kerf­is­líkön­um og verk­efna­stjórn­un (MPM). 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK