Hleypt aftur í loftið of snemma

Allar flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max voru kyrrsettar í …
Allar flugvélar af gerðinni Boeing 737 Max voru kyrrsettar í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Nú eru þær hins vegar á leið aftur í loftið. AFP

Fyrrverandi yfirmaður í verksmiðju flugvélaframleiðandans Boeing í Seattle í Bandaríkjunum hefur enn áhyggjur af öryggismálum 737 Max-flugvéla fyrirtækisins.

Ed Pierson segir að frekari rannsóknir á rafmagnsvandamálum og framleiðslugæðum þurfi sárlega að fara fram, en flugvélar af þessari gerð, sem voru kyrrsettar um heim allan í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa, hafa þegar fengið flugleyfi að nýju í Bandaríkjunum og í Brasilíu og búist er við því að Evrópa fylgi í þessari viku.

Eftirlitsstofnanir bæði í Bandaríkjunum og Evrópu fullyrða að nægar prófanir hafi farið fram og flugvélarnar teljist nú öruggar.

Í skýrslu sinni vegna málsins segir Pierson hins vegar að rannsóknaraðilar hafi að miklu leyti hunsað þætti sem hann telur að hafi átt mikinn þátt í flugslysunum. Tengir hann þá sérstaklega aðstæðum í verksmiðju Boeing í Renton á þeim tíma sem flugvélarnar voru framleiddar. Boeing neitar ásökunum Piersons.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK