Lenti í kapphlaupi við Microsoft

Alfred B. Þórðarson stofnaði Rue de Net fyrir næstum tveimur …
Alfred B. Þórðarson stofnaði Rue de Net fyrir næstum tveimur áratugum síðan. Í dag er fyrirtækið á lista framúrskarandi fyrirtækja Creditinfo 2020. mbl.is/Árni Sæberg

Alfred B. Þórðarson stofnaði lítið hugbúnaðarfyrirtækið árið 2003 ásamt félaga sínum, Aðalsteini Valdimarssyni. Því var ætlað var að byggja brú milli netsins og Navision-hugbúnaðarins sem var í eigu Microsoft.

„Þegar Rue de Net kynnti lausn­ina fyr­ir Microsoft, eig­anda Navisi­on, þá líkaði þeim vel við, en sögðu að við hefðum 18 mánuði til stefnu þar til Microsoft myndi sjálft koma með sam­bæri­lega lausn á markaðinn. Við töld­um þetta ágæt­is­tíma og lögðum okk­ur alla fram við að koma vör­unni á fram­færi og hún sló í gegn hjá sam­starfsaðilum og viðskipta­vin­um.“

Al­fred seg­ir að reynd­in hafi orðið sú að Microsoft hafi ekki komið með sam­keppn­is­hæfa lausn fyrr en hátt í 10 árum síðar, en eft­ir það hafi farið að draga úr ný­söl­um hjá Rue de Net. „Var­an lif­ir þó enn góðu lífi hjá mörg­um viðskipta­vin­um okk­ar og við þróum og þjón­ust­um hana enn þann dag í dag.“

En starfsemi Rue de Net hefur vaxið mikið síðan og hefur þróað ýmsar viðbætur við Navision, sem raunar heitir í dag Microsoft 365 Business Central. Þá endurselur fyrirtækið einnig verslunarkerfi og lausnir frá LS Retail.

„Við þjón­ust­um Bus­iness Central og LS Central frá LS Retail með okk­ar eig­in viðbót­um og jafn­vel sér­breyt­ing­um þegar þarf­ir viðskipta­vina okk­ar kalla á slíkt.“

Alfreð segir framtíðina vera í skýjalausnum internetsins.

„Fyr­ir­tækið geng­ur út á að þjón­usta ís­lensk fyr­ir­tæki, eins og lagt var upp með í byrj­un. En vör­urn­ar okk­ar eru auðvitað aðgengi­leg­ar hverj­um sem vill kaupa þær í ský­inu, bæði hug­búnaður og jafn­vel þjón­usta. Öll framtíðar­sýn fyr­ir­tæk­is­ins snýst um skýið.“

Vöruframboð Rue de Net er orðið mjög fjölbreytt og byggir …
Vöruframboð Rue de Net er orðið mjög fjölbreytt og byggir á lausnum sem fyrirtækið hefur sniðið að stærri kerfum á borð við Business Central. mbl.is/Árni Sæberg

Spurður um gald­ur­inn við góðan rekst­ur hug­búnaðarfyr­ir­tæk­is ár eft­ir ár, eins og gerð er krafa um hjá Framúrsk­ar­andi fyr­ir­tækj­um, seg­ir Al­fred að mik­il­væg­ast sé að hafa gam­an af því sem maður er að gera.

„En það er einnig mik­il­vægt að horfa fram á veg­inn, því framtíðin kem­ur hvort sem manni lík­ar það bet­ur eða verr,“ seg­ir Al­fred að lok­um og bros­ir. 

Listann yfir fyrirtækin 842 sem eru framúrskarandi 2020 að mati Creditinfo á finna hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK