Enn þurfa stórir hluthafar að bíða nánari upplýsinga

Útboðinu var frestað í gær.
Útboðinu var frestað í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Lengri tíma mun taka að ná samningum við helstu lánardrottna og viðskiptamenn Icelandair Group en vonir stóðu til.

Þannig standa enn yfir viðræður við innlendar bankastofnanir og erlendar um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Þá eru viðræður við flugvélaleigusala á viðkvæmu stigi en þeir hafa fjármagnað endurnýjun flugflota félagsins sem nú stendur að hluta kyrrsettur í Frakklandi.

Heimildir Morgunblaðsins herma að viðræður við Íslandsbanka og Landsbanka, ásamt forsvarsmönnum ríkissjóðs, gangi vel en þær miða bæði að því að bankarnir breyti lánum á hendur félaginu í hlutafé og að ríkissjóður veiti ríkisábyrgð á lánalínum sem hægt verði að grípa til ef þörf krefur. Einnig herma heimildir Morgunblaðsins að viðræður við CIT Bank sem er stór lánardrottinn gangi vel. Þar eigi hins vegar, eins og í tilfelli hinna bankanna, eftir að hnýta lausa enda og ekki verði gengið frá þeim með viðunandi hætti fyrr en hlutafjárútboð hefur farið fram og nýju fé til rekstrarins verið safnað, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK