Prófanir á MAX-vélunum hefjast á morgun

737 MAX-vél­arn­ar hafa ekki verið notaðar í farþega­flugi síðan í …
737 MAX-vél­arn­ar hafa ekki verið notaðar í farþega­flugi síðan í mars í fyrra eftir tvö mannskæð flugslys. AFP

Prófanir á 737 MAX-flugvélum Boeing munu hefjast í vikunni á vegum Flugmálayfirvalda Bandaríkjanna (FAA). Prófanirnar skipta sköpum fyrir Boeing sem stefna að því að koma vélunum aftur á loft á þessu ári. 

737 MAX-vél­arn­ar hafa ekki verið notaðar í farþega­flugi síðan í mars í fyrra eftir tvö mannskæð flugslys. Banda­rísk flug­mála­yf­ir­völd sem og aðrar stofn­an­ir hafa enn ekki gefið grænt ljós á að þær geti farið aft­ur í loftið.

Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar snúa prófanirnar einkum að svokölluðum MCAS-hugbúnaði og munu flugmenn gera tilraunir á endurforritaðri útgáfu af honum, en hugbúnaðurinn er sagður meginorsakavaldur í báðum slysunum, þó margt annað hafi einnig spilað inn í. 

Fyrirhugað er að prófanirnar hefjist á morgun og taki þrjá daga. Ef þær ganga að óskum má samt sem áður gera ráð fyrir frekari öryggisprófunum sem taka munu nokkra mánuði, auk þess sem flugmálayfirvöld í Evrópu og Kanada munu að öllum líkindum vilja framkvæma eigin prófanir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK