Stöðva framleiðslu á Bakka og segja upp starfsfólki

PCC Bakki Silicon hefur sagt upp stórum hluta starfsmanna og …
PCC Bakki Silicon hefur sagt upp stórum hluta starfsmanna og mun stöðva framleiðslu vegna áhrifa af Covid-19. mbl.is/Hari

Kísilverksmiðja PCC á Bakka hefur ákveðið að stöðva tímabundið framleiðslu sína vegna verulegra neikvæðra áhrifa á verð og eftirspurn kísilmálms á heimsmarkaði. Er það rakið til áhrifa frá kórónuveirufaraldrinum. Þá verður stórum hluta starfsfólks fyrirtækisins sagt upp.

Framleiðslan verður stöðvuð þangað til markaðurinn nær sér á strik á ný. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þar segir að í lok júlí verði slökkt á báðum ofnum verksmiðjunnar, en starfsmenn og trúnaðarmenn þeirra hafa verið upplýstir um ákvörðunina.

Ítrekað er að um tímabundnar aðgerðir sé að ræða og að félagið geri ráð fyrir að endurráða starfsfólk þegar framleiðslan fari af stað.

Haft er eftir Rúnari Sigurpálssyni, forstjóra fyrirtækisins, að ekki hafi fundist önnur leið. „Það var erfitt að taka þessa ákvörðun og hefðum við fundið raunhæfa leið til að forðast uppsagnir hefðum við farið hana. Ég er hins vegar viss um að heimsmarkaðurinn muni taka við sér að nýju. Þegar það gerist munum við setja uppgerða verksmiðjuna aftur í gang og ráða aftur eins margt af fólkinu okkar og við getum.“

Á meðan slökkt verður á ofnunum verður viðhaldi og endurbótum á hreinsivirki sinnt. Það felur meðal annars í sér að hluti þaksins verður fjarlægður og nýjum tækjabúnaði komið fyrir. Þessari viðhalds- og endurbótavinnu ætti að vera lokið í ágústlok 2020.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK