Sparar hundruð þúsunda

Lántakar á Íslandi sem endurfjármagna íbúðalán geta lækkað vaxtagreiðslur um …
Lántakar á Íslandi sem endurfjármagna íbúðalán geta lækkað vaxtagreiðslur um hundruð þúsunda á ári. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lántakar á Íslandi sem endurfjármagna íbúðalán geta lækkað vaxtagreiðslur um hundruð þúsunda á ári. Þetta er niðurstaða Elvars Orra Hreinssonar, hagfræðings hjá Íslandsbanka, sem stillti upp dæmum fyrir Morgunblaðið. Tilefnið er vaxtalækkun stóru bankanna fyrir helgi í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabankans miðvikudaginn 2. október.

Dæmið miðast við 20 milljóna króna verðtryggt lán hjá Íbúðalánasjóði, bönkum og lífeyrissjóðum.

Með því að endurfjármagna lán hjá Íbúðalánasjóði með láni á lægstu bankavöxtum sparar lántaki sér 222 þús. á ári. Miðað er við lán hjá Arion banka með föstum vöxtum í fimm ár.

Með því að endurfjármagna lánið hjá Íbúðalánasjóði með láni frá lífeyrissjóði eykst vaxtasparnaðurinn í 512 þúsund krónur á ári. Miðað er við lán hjá Almenna lífeyrissjóðnum.

Elvar Orri segir að þótt greiða þyrfti 200 þúsund í 1% uppgreiðslugjald í þessu dæmi borgi sparnaður það upp fljótt. Húsnæðiskostnaður fer nú lækkandi á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK