Hlutafjáraukning hjá Heimkaupum

Wedo rekur Heimkaup, Hópkaup og Bland.is

Félagið Wedo, sem rekur Heimkaup, Hópkaup og Bland.is, hefur lokið hlutafjáraukningu og fjármögnun að upphæð 300 milljónir króna. Hlutafjáraukningin fór að öllu leyti fram innan núverandi hluthafahóps en Draupnir, fjárfestingafélag Jóns Diðriks Jónssonar, bætti verulega við sig í hlutafjáraukningunni. Tekur hann sæti stjórnarformanns félagsins.

„Hlutafjáraukningunni er fyrst og fremst ætlað að styðja við áframhaldandi vöxt og undirbúa jarðveginn fyrir framtíðaruppbyggingu. Heimkaup.is byrjaði að selja matvöru fyrir tæpu ári og hefur vöxturinn verið gríðarlega mikill. Núverandi vöruval í matvörunni er rúmlega 5.000 vörunúmer og er stefnt á að tvöfalda úrvalið og fara yfir 10.000 vörunúmer á næstu mánuðum,“ segir Guðmundur Magnason, forstjóri Wedo.

Guðmundur segir annað skref vera að fjölga afhendingarmöguleikum viðskiptavina Heimkaupa en þeir geta nú þegar sótt pantanir í box á bensínstöðvum Orkunnar á Miklubraut og Dalbraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK