Rúmlega 40% lækkun á hálfu ári

mbl.is/Eggert

Hlutabréf Icelandair hafa hækkað um 0,85% í verði það sem af er degi í Kauphöll Íslands og voru síðustu viðskipti með bréf flugfélagsins á genginu 5,92.

Undanfarna þrjá mánuði hefur verð hlutabréfa Icelandair lækkað um 43,35% og ef horft er til sex mánaða nemur lækkunin 40,32%. Icelandair tapaði 11 milljörðum á fyrri hluta ársins.

Icelandair sagði upp 87 flugmönnum undir lok september og kom fram í tilkynningu að kyrr­setn­ing Boeing 737 MAX-flug­véla Icelanda­ir hafi haft nei­kvæð áhrif á rekst­ur fé­lags­ins sem og flugáætl­un í vet­ur.

Fram kem­ur enn frem­ur að kjara­samn­ing­ur­inn kveði á um að samn­ings­bund­in launa­hækk­un, sem taka átti gildi 1. októ­ber, frest­ast til  1. apríl 2020 og eng­ar aðrar launa­hækk­an­ir munu eiga sér stað á tíma­bil­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK