Sölutregða og möguleg verðlækkun í miðbænum

Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum að undanförnu og hefur …
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum að undanförnu og hefur sölutregðu gætt þar. Seðlabankinn segir það benda til þess að verðlækkun sé fram undan á því svæði. mbl.is/​Hari

Um 70-90% af nýjum íbúðum sem hafa komið inn á markaðinn á matsvæðum utan miðbæjar Reykjavíkur á síðustu þremur árum eru seldar. Hins vegar hefur á sama tíma aðeins selst um fjórðungur nýbygginga í miðbænum. Þetta kemur fram í ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í dag.

Í ritinu kemur fram að kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað um 12% á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, en fækkun samninga um kaup á nýbyggingum hafi verið 26% á sama tíma. „Gögn yfir nýbyggingar á markaði og samninga um kaup á nýbyggingum benda til þess að sölutregða sé á nýbyggingum í miðbæ Reykjavíkur,“ segir í ritinu.

Bent er á að dræm sala á nýjum íbúðum í miðbænum bendi til þess að verðlækkun geti verið fram undan á því svæði.

Ritið Fjármálastöðugleiki

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK