Segir aðgerðir SÍ hafa laskað orðsporið

Þorsteinn Már Baldvinsson, for­stjóri Sam­herja, hefur stefnt Má Guðmundssyni og …
Þorsteinn Már Baldvinsson, for­stjóri Sam­herja, hefur stefnt Má Guðmundssyni og Seðlabanka Íslands. mbl.is/​Hari

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hefur stefnt Má Guðmundssyni og Seðlabanka Íslands í kjöl­far þess að Seðlabank­inn hafnaði kröfu Þor­steins um viðræður um bæt­ur vegna mála­rekst­urs Seðlabank­ans gegn Sam­herja. Þorsteinn hyggst einnig birta Seðlabankanum stefnu fyrir hönd Samherja. 

Þor­steinn krafðist þess að Seðlabank­inn greiddi hon­um fimm millj­ón­ir króna í bæt­ur vegna kostnaðar sem féll á hann í mála­rekstri bank­ans. Tel­ur bank­inn að málsmeðferðin hafi ekki brotið gegn rétt­ind­um Þor­steins þannig að það varði bóta­skyldu. 

Háttsemi SÍ gagnvart Samherja hafi frá upphafi verið ólögmæt

Í stefnunni, sem mbl.is hefur undir höndum, fer Þorsteinn fram á fimm milljónir króna í skaðabætur, líkt og hann hefur áður greint frá, en einnig er þess krafist að Seðlabankinn greiði Þorsteini 1,5 milljónir króna í miskabætur, með vöxtum, auk þess sem Seðlabankinn greiði allan málskostnað. 

Skaðabótakrafan byggir á lögmannskostnaði í tengslum við sekt Seðlabankans sem síðar var hnekkt. Í stefnunni segir að með upphæðinni sé „síst of langt seilst af hans hálfu“. 

Í stefnunni segir að ekki leiki vafi á því að margra ára rannsóknaraðgerðir stefnda sem og stjórnvaldssekt og opinber umræða um hana hafi laskað orðspor Þorsteins og því eigi hann rétt á miskabótum af þeim sökum. 

Þorsteinn byggir skaðabóta- og miskabótarkröfur sínar jafnframt á því að Seðlabankinn hafi með rannsóknum og töku stjórnvaldsákvarðana í máli Þorsteins og Samherja valdið honum fjárhagslegu tjóni og miska með saknæmum og ólögmætum hætti. 

Krafan er jafnframt byggð á því að háttsemi Seðlabankans gagnvart Samherja hafi allt frá upphafi verið ólögmæt og verið viðhöfð af ásetningi eða í það minnsta af gáleysi, það er með saknæmum hætti. 

Þorsteinn sagði í samtali við mbl.is fyrr í vikunni að hann vilji birta Seðlabankanum stefnuna áður en Már Guðmunds­son, frá­far­andi Seðlabanka­stjóri, lætur af störfum. „Við höf­um eng­an áhuga á að birta nýj­um Seðlabanka­stjóra þessa stefnu,“ sagði Þorsteinn. 

Stefnan verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. september næstkomandi. 

Már Guðmundsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri eftir helgi. Ásgeir …
Már Guðmundsson lætur af störfum sem seðlabankastjóri eftir helgi. Ásgeir Jóns­son tek­ur við starf­inu af Má 20. ág­úst næst­kom­andi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK