Þriðjungur tekna frá hinu opinbera

Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins ehf.
Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Regins ehf. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagnaður fasteignafélagsins Regins eftir tekjuskatt nam rúmum 2,1 milljarði króna fyrstu sex mánuði þessa árs sem er um 42% hækkun frá fyrra ári.

Rekstrartekjur námu rúmlega 4,8 milljörðum króna og jukust leigutekjur um 29% frá árinu á undan. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir var rúmlega 3,2 milljarðar króna sem er 36% hækkun frá fyrra ári.

Fram kemur í fréttatilkynningu að rekstur félagsins hafi gengið vel og að mestu samkvæmt áætlun. Spurn eftir atvinnuhúsnæði til leigu hafi verið góð og mjög góður árangur hafi náðst í útleigu til opinberra aðila.

Miðað við síðustu 12 mánuði standi opinberir aðilar á bak við 32% leigutekna félagsins. Þá verði aukning í tekjum frá þessum aðilum á komandi mánuðum vegna nýrra samninga. Stjórnendur félagsins telji að horfur í rekstri félagsins séu góðar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK