Spá óbreyttri verðbólgu milli mánaða

Gangi spá Landsbankans eftir helst verðbólgan óbreytt í 3,1% milli …
Gangi spá Landsbankans eftir helst verðbólgan óbreytt í 3,1% milli mánaða. mbl.is/Árni Sæberg

Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% hækkun á vísitölu neysluverðs þegar Hagstofan birtir ágústmælingu vísitölu neysluverðs 29. ágúst. Gangi spáin eftir helst verðbólgan óbreytt í 3,1% milli mánaða að því er fram kemur í Hagsjá bankans.

Spá Landsbankans um breytingu vísitölunnar milli mánaða er 0,1 prósentustigi lægri en spá bankans frá því fyrir um mánuði og skýrist það m.a. af styrkingu krónunnar síðan þá.

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,21% milli mánaða í júlí, en opinberar spár lágu á bilinu -0,4% til óbreytts og hafði Landsbankinn spáð -0,1%.

Bankinn bendir á að flugfargjöld til útlanda lækki venjulega milli mánaða í ágúst vegna árstíðarsveiflu og búist sé við að þessi liður lækki um 5% milli mánaða núna í ágúst. „Gangi það eftir var u.þ.b. 10% ódýrara að fljúga í ágústmánuði í ár en á sama tímabili 2018. Til samanburðar var 12% ódýrara að fljúga til útlanda í júlí 2019 en í júlí 2018,“ segir í fréttinni.

Eins lækki verð á nýjum bílum væntanlega vegna styrkingar krónunnar og minni eftirspurnar. Bensín og díselolía hafi líka lækkað í verði milli mánaða og þá hafi sumarútsala á fatnaði, skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði einnig áhrif.

Býst hagdeild bankans við 2,8% verðbólgu í nóvember og gera bráðabirgðaspár til næstu þriggja mánaða ráð fyrir 0,3% hækkun í september, 0,3% í október og 0,2% í nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK