Hlutabréf lækka víða um heim

Bréf á markaði víða um heim hafa lækkað í dag.
Bréf á markaði víða um heim hafa lækkað í dag. AFP

Hlutabréf víða um heim hafa lækkað í dag, en lækkunin er rakin til viðvarana frá kínverskum stjórnvöldum um að þau myndu bregðast enn frekar við tollahækkunum Bandaríkjanna. Óttast fjárfestar að fram undan sé alþjóðlegur efnahagssamdráttur.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um rúmlega 1% á meðan aðrar stóra vísitölur hafa einnig lækkað, þótt hún sé vægari.

Hér á landi hefur dagurinn í Kauphöllinni verið rauður, en ekki í öllum tilfellum þar sem bréf 14 félaga af 19 hafa lækkað í viðskiptum í dag. Verð bréfa hinna félaganna hefur ekki breyst.

Mest er lækkun Marel, en bréf félagsins hafa lækkað um rúmlega 3%. Bréf Arion banka og VÍS hafa lækkað um tæplega 2% og fleiri félög hafa lækkað á bilinu 1 - 2%.

Í umfjöllun BBC kemur fram að slæmar horfur frá Þýskalandi og á skuldabréfamarkaði hafi fælt fjárfesta frá verðbréfum, en deilur Bandaríkjanna og Kína hafi einnig áhrif. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, frestaði fyrr í mánuðinum tollahækkunum á vörur frá Kína til 15. desember. Er það gert til að koma í veg fyrir að hækkanirnar hafi áhrif á jólaverslun í Bandaríkjunum. Fjármálaráðherra Kína sagði hins vegar í gær að Bandaríkin ætluðu að beita nýjum tollum og að Kína myndi mæta slíkum aðgerðum með tollum á bandarískar vörur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK