Tjónið vegna Wow kemur fram á þessu ári

Síðasta flug­vél­in merkt WOW air tekur á loft.
Síðasta flug­vél­in merkt WOW air tekur á loft. mbl.is/​Hari

„Tjón okkar vegna falls Wow air mun felast í þeim kostnaði sem leggja þarf út fyrir til að skala fyrirtæki af þessari stærð niður,“ segir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, um núverandi rekstrarár fyrirtækisins.

Að því er fram kemur í ársreikningi fyrir árið 2018 skilaði fyrirtækið nær 160 milljónum króna í hagnað. Það er umtalsvert meira en árið áður þegar hagnaðurinn nam ríflega 113 milljónum króna.

Rekstrartekjur fyrirtækisins á síðasta ári voru ríflega sex milljarðar króna. Ráðgera má að þær verði um þrír milljarðar á þessu ári. Stærstur hluti kostnaðar Airport Associates er vegna launa og tengdra gjalda og því verður að teljast líklegt að núverandi rekstrarár geti reynst þungt.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK