Skúli framkvæmdastjóri Kolibri

Skúli Valberg Ólafsson.
Skúli Valberg Ólafsson. Ljósmynd/Aðsend

Skúli Valberg Ólafsson, formaður stjórnar Kolibri, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félagsins og tekur hann við starfinu af Ólafi Erni Nielsen 1. september.

Skúli býr yfir mikilli reynslu af störfum í upplýsingatækni, fjármálum og nýsköpun. Hann hefur starfað sem stjórnandi hjá EJS, Oz.Com, Straumi-Burðarás, Raiffeisen Bank í Austurríki, Beringer Finance og Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð. Þá hefur Skúli verið ráðgjafi fjölda fyrirtækja í breytingarferlum, fjármögnun og nýsköpun, að því er segir í tilkynningu.

Skúli hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja, bæði á Íslandi og erlendis og má þar nefna CCP, Opin kerfi Group, Klakka, Símann, Skipti, Florealis og RIFF meðal annara.

Hann er með gráðu í iðnaðar- og kerfisverkfræði frá University of Florida og MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Þá leggur hann stund á framhaldsnám í stafrænum viðskiptum.

„Við öll hjá Kolibri þökkum Ólafi Erni fyrir frábært samstarf og hyggjum á áframhaldandi samstarf við hann á nýjum vettvangi. Kolibri er mjög framsækið fyrirtæki í stafrænum lausnum sem leggur áherslu á nýjustu aðferðafræði í rekstri og verkefnastjórn,“ segir Skúli Valberg í tilkynningunni.

Kolibri er hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtæki sem handleiðir og þjálfar fyrirtæki og stofnanir í þróun og innleiðingu á stafrænum lausnum með framsæknum aðferðum og inngripum í rekstur og ferla. Hjá fyrirtækinu eru nú um 30 starfsmenn sem sinna verkefnum á þessu sviði. Á meðal viðskiptavina eru Tryggingamiðstöðin, Íslandsbanki, Reykjavíkurborg, Marel, Landsnet, Valitor og Eimskip.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK