Framhaldið ræðst af árangri í sumar

Into the Glacier býður upp á ferðir inn 800 metra …
Into the Glacier býður upp á ferðir inn 800 metra ísgöng í Langjökli.

Viðræður um sameiningu ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures og fjögurra fyrirtækja í eigu Icelandic Tourism Fund (ITF) voru settar á ís í júní. Þetta staðfestir Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Fyrirtækin sem um ræðir eru Raufarhólshellir, Óbyggðasetrið í Fljótsdal, Borea Adventures á Ísafirði og leiksýningin „Icelandic Sagas – The Greatest Hits“ sem sýnd er í Hörpu.

Styrmir segir að fyrirtækin hafi ákveðið í sameiningu að leyfa sumrinu að ráðast og sjá svo til með framhaldið að því loknu. Frekari viðræður ráðist af árangri fyrirtækjanna í sumar. Arctic Adventures er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Sam­an­lögð velta Arctic Adventures og Into the Glacier árið 2018 var um 7 milljarðar króna og starfsmenn yfir 300.

Hluti starfseminnar færður úr landi

Fyrr á árinu færði Arctic Adventures hluta af sölu- og markaðsdeild sinni til Litháen þar sem 36 starfa á skrifstofu við markaðsmál, þjónustuver og upplýsingatækni. Styrmir segir fleira spila inn í en launakostnað. Erfitt hafi reynst fyrir stórt fyrirtæki eins og Arctic Adventures að fá til sín hæft starfsfólk í jafnlitlu leyti. Þannig hafi deildin einkum verið skipuð aðfluttu starfsfólki.

Eftir sem áður er aðeins brot af starfseminni erlendis, en um 300 starfsmenn vinna hjá fyrirtækinu á Íslandi, bæði á skrifstofu og úti á akrinum.

„Við höfum fjárfest gríðarlega mikið í markaðssetningu sjálf,“ segir Styrmir. Fyrirtækið verji um 200 milljónum á ári til þess og útkoman sú að fyrirtækið selur sjálft um 78 prósent af ferðum sínum, samanborið við 18 prósent árið 2015 er Styrmir kom til starfa hjá Arctic Adventures. Þannig komist fyrirtækið undan hárri söluþóknun markaðstorga sem oft selja bróðurpart ferða íslenskra fyrirtækja, og taka fyrir þóknun á bilinu 15-30%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK