Stoðir bæta við sig í Símanum

Stoðir eiga nú 10,86% í Símanum.
Stoðir eiga nú 10,86% í Símanum. mbl.is/Golli

Fjárfestingafélagið Stoðir hefur bætt við eignarhlut sinn í Símanum og er komið í 10,86% í félaginu eftir viðskipti með 0,91 prósentustigahlut í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem félagið fór yfir 10% flöggunarskyld mörk. Ekki kemur fram hver hafi verið söluaðilinn.

Samkvæmt hluthafaskrá á vefsíðu Símans sem er frá 31. júlí voru Stoðir næststærsti hluthafinn í Símanum með 9,95% hlut. Lífeyrissjóður verslunarmanna var með 12,27% og svo framarlega sem sá hlutur sé óbreyttur er lífeyrissjóðurinn áfram stærsti hluthafi Símans. Hlutur stoða fór í viðskiptunum úr 920 þúsund upp í 1.005 þúsund hluti.

Ekki kemur fram á hvaða gengi viðskiptin áttu sér stað, en gengi Símans í Kauphöllinni í dag er 4,555 krónur á hlut og nema viðskiptin því um 387 milljónum króna.

Stoðir hafa undanfarið meðal annars fjárfest í TM og Arion banka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK