Betra að hætta þegar ástríðan minnkar

Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, lætur af störfum næstu mánaðamót eftir …
Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, lætur af störfum næstu mánaðamót eftir 14 ár í starfi. mbl.is/Eggert

„14 ár er góður tími. Þegar maður finnur að ástríðan er að minnka er betra að hætta á meðan allt er í lagi. Það var kominn tími til að breyta til og takast á við nýjar áskoranir,“ segir Þórarinn Ævarsson, fram­kvæmda­stjóri IKEA á Íslandi, um starfslokin hjá IKEA eftir 14 ár í starfi. Hann lætur af störfum næstu mánaðamót.  

„Í hreinskilni sagt veit ég það ekki. Ég er með alls konar hugmyndir en það er ekkert í hendi. Mér þykir líklegt að ég fari að vinna eitthvað í kringum matvæli. Ég hef gert það alla ævi og tel mig vera ansi góðan í því. Ef ég ætti að veðja myndi ég skjóta á það en hvað veit ég?“ segir hann, spurður hvað hann ætli að fást við eftir þetta. 

Í tilkynningu sem IKEA sendi frá sér í gær kemur meðal annars fram að eigendur IKEA á Íslandi „hafa jafn­framt áform um að starfa með hon­um á öðrum vett­vangi“.

Þórarinn bendir á að þeir þekkist vel enda hafa þeir unnið saman hátt í 30 ár. „Ég er ekki að hætta í illu og því er ekki loku fyrir það skotið að við finnum eitthvað saman,“ segir hann. 

Áður en hann tók við sem framkvæmdastjóri IKEA starfaði hann í 12 ár hjá Dominos hjá sömu eigendum og eiga IKEA. 

Næsta mál á dagskrá sé að fara í snemmbúið sumarfrí í næsta mánuði sem hann hlakkar talsvert til. Hann reiknar með að í haust verði hann búinn að finna stefnuna á ný mið.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK