Vildu að síðunni yrði lokað

Skjáskot af síðunni hluthafi.com.
Skjáskot af síðunni hluthafi.com. Skjáskot

Fjármálaeftirlitið hóf í gær athugun á hlutafjárútboði sem auglýst er á vefsíðunni hluthafi.com. Fyrr í dag sendi FME erindi til forsvarsmanna síðunnar þar sem gerð var krafa um að henni yrði lokað þar sem ekki virtust uppfyllt skilyrði laga um verðbréfaviðskipti, m.a. varðandi útgáfu lýsingar.

Þetta kemur fram á vef FME.

Eins og fram hefur komið, er á síðunni óskað eftir hlutafjárloforði a.m.k. tíu til tuttugu þúsund hluthafa í þeim tilgangi að endurreisa flugfélagið WOW eða stofna nýtt lággjaldaflugfélag.

„Fjármálaeftirlitið taldi að framangreind áskriftarsöfnun félli undir hugtakið almennt útboð verðbréfa, sbr. 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, en með almennu útboði er átt við hvers konar boð til almennings um kaup á verðbréfum. Áður en farið er í almennt útboð verðbréfa þarf að gefa út lýsingu í samræmi við 1. mgr. 44. gr. laga um verðbréfaviðskipti.

Fyrr í dag sendi Fjármálaeftirlitið erindi til forsvarsmanna hluthafi.com þar sem gerð var krafa um að heimasíðunni yrði lokað þar sem ekki virtust uppfyllt skilyrði laga um verðbréfaviðskipti, m.a. varðandi útgáfu lýsingar. Í kjölfar þessa hafa forsvarsmenn hluthafi.com breytt fyrirkomulagi áskriftarsöfnunarinnar á þann hátt að nú er miðað við skráningu fyrir hlutaskírteini í einkahlutafélagi sem fellur ekki undir lög um verðbréfaviðskipti,“ segir FME. 

Það vekur ennfremur athygli á því, að almennir fjárfestar njóti ekki sömu verndar vegna kaupa í einkahlutafélagi og þegar þeir taka þátt í almennu hlutafjárútboði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK