Högg vegna WOW air verðlagt inn í krónu

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Eggert

Þau skref sem voru tekin með undirritun lífskjarasamningsins eru í heild sinni jákvæð að sögn greiningardeildar Arion banka. „Skilyrði eru nú betri fyrir minni verðbólgu, sterkari krónu, lægri vexti og minna atvinnuleysi en við höfðum þorað að vona,“ segir í markaðspunktum deildarinnar.

„Björninn er hinsvegar ekki unninn og verður fróðlegt að sjá hvort önnur stéttarfélög og launþegar utan stéttarfélaga samþykki að setja lífskjarasamninginn sem viðmið og hamla þannig launaskriði.“

Fram kemur að lífskjarasamningurinn styðji við þá skoðun deildarinnar að vaxtalækkun sé í farvatninu. Teiknuð hafi verið inn 25 punkta vaxtalækkun í hagspá deildarinnar þar sem gert var ráð fyrir því að Seðlabankinn myndi hleypa raunvöxtum undir 0% til að styðja hagkerfið. „Miðað við lífskjarasamninginn og gengi krónunnar frá undirritun hans, sem og orðum seðlabankastjóra um aukið svigrúm, teljum við að spá um 25 punkta vaxtalækkun sé líklega of varfærnisleg. Hvort vaxtalækkunin líti dagsins ljós á næsta vaxtaákvörðunarfundi í maí er hins vegar alls kostar óvíst.“

Í markaðspunktunum segir einnig að samið hafi verið um hóflegri beinar launahækkanir en deildin þorði að vona og það eitt og sér eigi að auka viðnámsþrátt krónunnar og draga úr verðbólguþrýstingi.

Fram kemur að samningurinn sýni skýran vilja vinnumarkaðarins um að stefnt verði að lágri verðbólgu og lægri vöxtum til langframa. „Viðbrögð á gjaldeyrismarkaði og á verðbréfamörkuðum sýna aukna tiltrú á þessa stefnu. Krónan hefur styrkst, langtímavextir hafa lækkað og verðbólguálag dregist saman.“

Nefnt er sem dæmi að Seðlabankinn hafi verið virkur á gjaldeyrismarkaði, til dæmis eftir fall WOW air og stutt við krónuna. „Högg á útflutningstekjur þjóðarbúsins í kjölfar falls WOW air virðist því hafa að mestu verið verðlagt inn í krónuna að mati fjárfesta, þar með talins Seðlabankans,“ segir í markaðspunktunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK