Bréf í Arion banka lækka eftir uppgjör

Arion banki.
Arion banki. Ómar Óskarsson

Bréf í Arion banka hafa lækkað talsvert það sem af er degi í samtals um 130 milljóna króna viðskiptum. Ársuppgjör síðasta árs var birt í gær eftir lokun markaða og dróst hagnaður bankans saman úr 14,4 milljörðum árið 2017 í 7,8 milljarða í fyrra.

Strax í fyrstu viðskiptum dagsins í rúmlega 28 milljóna viðskiptum lækkuðu bréf félagsins um 8,5%, en þegar leið á morguninn gekk lækkunin aðeins til baka. Um hálfellefu nam lækkunin 3,1% og var gengi bréfanna 73,9 krónur á hlut.

Í gær lækkuðu bréf Arion banka um 3,5%, en uppgjör bankans var ekki birt fyrr en eftir lokun markaða. Höfðu þau verið 79,8 krónur á hlut við upphaf viðskipta í gær en enduðu í 77 krónum á hlut. Fyrstu viðskiptin í dag fóru svo fram á 70,4 krónur á hlut, en eru nú í 73,9 krónum á hlut.

Erfiðar aðstæður á hluta- og skulda­bréfa­mörkuðum og ekki síst hrær­ing­ar í flugrekstri settu mark sitt á starf­sem­ina, bæði á fjórðungn­um og á ár­inu í heild,“ var haft eftir Höskuldi H. Ólafssyni bankastjóra í tilkynningu með uppgjörinu.

Þurfti bankinn meðal annars að færa niður 3 milljarða í ábyrgðum og lánveitingum vegna gjaldþrots flug­fé­lags­ins Pri­mera Air, sem var í viðskipt­um hjá bank­an­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK