Nýtt verklag FME við framkvæmd vettvangsathugana

Fjármálaeftirlitið hefur tekið upp nýtt og endurbætt verklag við framkvæmd vettvangsathugana. Verklagið er í anda þess sem stuðst er við víða í Evrópu og felur m.a. í sér að vettvangsathuganir verða framkvæmdar í meira mæli á starfsstöð eftirlitsskylds aðila og framsetning og eftirfylgni með niðurstöðu vettvangsathugana verður með öðrum hætti en hingað til.

Þetta kemur fram á vef FME. Þar segir enn fremur að stofnunin hafi sent dreifibréf til eftirlitsskyldra aðila þar sem verklagið er kynnt.

Þá hefur FME birt almennan leiðarvísi um framkvæmd eftirlitsins á vettvangsathugunum. 

Þar segir m.a. að markmið með vettvangsathugun „er að greina með ítarlegum hætti tilteknar áhætturí starfsemi eftirlitsskylds aðila, leggja mat á innra eftirlitskerfi, viðskiptalíkön og/eða stjórnarhætti hans. Umfang og tímarammi vettvangsathugunar er skilgreindur fyrir fram, en ef aðstæður krefjast getur tímaramminn breyst á meðan á vettvangsathugun stendur. Vettvangsathugun fer almennt fram á starfsstöð eftirlitsskylds aðila.“

Fjármálaeftirlitið hefur jafnframt boðað til kynningarfundar í húsakynnum eftirlitsins 17. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK