Ferðaþjónustan á Hveravöllum sett í sölu

Um 80.000 manns heimsækja Hveravelli ár hvert. Mynd úr safni.
Um 80.000 manns heimsækja Hveravelli ár hvert. Mynd úr safni. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hveravallafélagið ehf. hefur sett starfsemi sína á Hveravöllum á söluskrá. Um er að ræða allar fasteignir, tækjabúnað, innviði og lóðarleigusamning til reksturs ferðaþjónustu á Hveravöllum.

Hveravallafélagið hefur starfað áratugum saman á Hveravöllum og hefur undanfarin ár varið um 100 milljónum króna í endurbætur á svæðinu í samstarfi við Umhverfisstofnun og fleiri aðila. Um 10 þúsund manns gista árlega í skálum, tjöldum og húsbílum á svæðinu, en samkvæmt talningu Ferðamálastofu komu um 80 þúsund manns til Hveravalla árið 2016. 

Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line er stærsti eigandi Hveravallafélagsins, en aðrir hluthafar eru Húnavatnshreppur og Björn Þór Kristjánsson.

Hefur sveitarfélagið óskað eftir því að fara út úr ferðaþjónusturekstrinum og eigendur Gray Line hafa ákveðið að einbeita kröftum sínum að rekstri eigin félags,  samhliða uppbyggingu ferðaþjónustu við Skíðaskálann í Hveradölum að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK