Íslensk verðbréf kaupa Viðskiptahúsið

Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa.
Jón Helgi Pétursson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Íslensk verðbréf hafa undirritað samning um kaup á Viðskiptahúsinu, en samningurinn er gerður í kjölfar áreiðanleikakannana sem nú er lokið. Fyrirvari er í samningnum um samþykki eftirlitsaðila og hluthafafundar Íslenskra verðbréfa sem haldinn verður 20. desember.

Íslensk verðbréf eru eignastýringarfyrirtæki með höfuðstöðvar á Akureyri og 18 starfsmenn. Var fyrirtækið stofnað árið 1987 og þjónustar bæði einstaklinga og fagfjárfesta.

Viðskiptahúsið hefur starfað frá 1999 og sérhæft sig í ráðgjöf til fyrirtækja í sjávarútvegi og tengdum greinum. Starfsmenn fyrirtækisins eru átta talsins.

Haft er eftir Sigurði Atla Jónssyni, stjórnarformanni Íslenskra verðbréfa, að þetta sé fyrsta skrefið að nýju sérhæfðu fjármálafyrirtæki sem byggi á grunni í eignastýringu og atvinnulífssérhæfingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK