Subway dæmt til að greiða 15 milljónir

EK1923 var í stuttan tíma birgir fyrir Subway veitingastaðina.
EK1923 var í stuttan tíma birgir fyrir Subway veitingastaðina. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson

Stjarnan ehf., rekstraraðili Subway veitingastaðanna, þarf að greiða þrotabúi EK1923 15 milljónir eftir að Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms um að rifta framsali á kröfu EK1923 á hendur íslenska ríkinu til Stjörnunnar. Var framsalið talið fela í sér greiðslu til Stjörnunnar með óvenjulegum greiðslueyri og að greiðslan hafi ekki virst venjuleg eftir atvikum.

Þrotabú EK1923 byggði riftunarkröfu sína á því að framsal kröfunnar hafi verið gjafagjörningur til hagsbóta fyrir Stjörnuna. Var krafan tilkomin vegna ofgreiðslu gjalda til ríkissjóðs í tengslum við úthlutun á tollkvótum með útboði á árunum 2014 og 2015.

EK1923 ehf. var lengst af þekkt sem heild­versl­un Eggerts Kristjáns­son­ar hf. og var meg­in­starf­semi þess inn­flutn­ing­ur á mat­vöru og hrein­lætis­vör­um. Árið 2016 var nafni fé­lags­ins breytt í EK1923 ehf., skömmu áður en fé­lagið var tekið til gjaldþrota­skipta. Í nóv­em­ber 2013 keypti Leiti eign­ar­halds­fé­lag ehf., sem er í eigu Skúla Gunn­ars Sig­fús­son­ar, sem kenndur er við Subway, 70% eign­ar­hlut í EK1923 ehf. Hið fyrr­nefnda fé­lag eignaðist síðan hið síðar­nefnda al­farið árið 2015. EK1923 tók síðar við sem birgi fyrir Stjörnuna og þar með Subway.

Annað félag Skúla, Sjöstjarnan ehf., var í október dæmt til að greiða þrotabúi EK1923 223 milljónir og var greiðslu upp á 21,3 milljónir frá EK1923 til Sjöstjörnunnar rift. Uppreiknað námu báðar kröfurnar um 407 milljónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK